Í sérflokki Magnús Carlsen við taflið í gær. Hann var gríðarlega einbeittur.
Í sérflokki Magnús Carlsen við taflið í gær. Hann var gríðarlega einbeittur. — Morgunblaðið/AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Magnús Carlsen vann auðveldan sigur yfir Jan Nepomniacthchi í 11. einvígisskák þeirra í Dúbaí í gær og með því lauk einvíginu með yfirburðasigri Norðmannsins, 7½:3½.

Magnús Carlsen vann auðveldan sigur yfir Jan Nepomniacthchi í 11. einvígisskák þeirra í Dúbaí í gær og með því lauk einvíginu með yfirburðasigri Norðmannsins, 7½:3½. Hann varð heimsmeistari árið 2013 og hefur varið titilinn fjórum sinnum, gegn Anand árið 2014, Karjakin, 2016, Caruana 2018 og nú Nepomniachtchi. Frammistaða Rússans eftir að hann tapaði sjöttu skákinni veldur vonbrigðum og undrun og er vart hægt að kalla hann verðugan áskoranda ef horft til þeirra furðulega mistaka sem honum urðu á. Taflmennskan í gær var ótrúlega slök, hann tefldi allt of hratt og ónákvæmt og eftir aðeins 26 leiki gat Magnús gert út um skákina en valdi tiltölulega létt unnið hróksendatafl. Nepo átti samt enga möguleika og gafst upp efir 46 leiki.

Heimsmeistaraeinvígin kalla alltaf á samanburð við önnur og ef þau eru tekin sem farið hafa fram síðustu 100 ár þá Kúbumaðurinn José Raoul Capabanca vann Emanuel Lasker á heimavelli í Havana minnist ég ekki jafn slakrar taflmennsku og í raun algerrar uppgjafar hjá nokkrum þátttakanda, en játa þó að nokkur einvígi sem Alexander Aljékín háði við óverðuga andstæðinga á millistríðsárunum gætu fallið í þann flokk. Nepo verðskuldar harða gagnrýni fyrir frammistöðuna. Skákin í gær gekk þannig fyrir sig:

HM-einvígi í Dúbaí 2021; 11. skák:

Jan Nepomniachtchi – Magnús Carlsen

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3

Það hefði mátt búast við hvassasta leiknum, 4. Rg5, en Nepo vissi að Magnús þekkir alla refilstigu þeirrar leiðar.

4. ... Bc5 5. c3 d6 6. O-O a5 7. He1 Ba7 8. Ra3 h6 9. Rc2 O-O 10. Be3 Bxe3 11. Rxe3 He8 12. a4 Be6 13. Bxe6 Hxe6 14. Db3 b6 15. Had1 Re7 16. h3 Dd7 17. Rh2 Hd8 18. Rhg4 Rxg4 19. hxg4 d5 20. d4

20. .. exd4 21. exd5 He4!

Vitaskuld ekki 21. ... Rxd5 22. Hxd4 og hvítur stendur til vinnings.

22. Dc2 Hf4 23. g3??

Ótrúlega slakur leikur. Eftir 23. Hxd4 er staðan í jafnvægi.

23. ... dxe3 24. gxf4 Dxg4+ 25. Kf1 Dh3+ 26. Kg1

26. ... Rf5?

Það vakti furðu að Magnús sá ekki einfalda leið til vinnings, 26. ..exf2+! 27. Dxf2 (ekki 27. Kxf2 Dh2+ og drottningin fellur) Hd6! ásamt –Hg6.

27. d6 Rh4 28. fxe3 Dg3+

Eftir 28. ... Rf3+ 29. Kf2 Dh2+ 30. Kxf3 Dxc2 31. dxc7! Á hvítur möguleika á því að bjarga stöðunni.

29. Kf1 Rf3

Öruggasta leiðin. Hótunin 30. ... Dg1+ 30. Ke2 Dg2+ neyðir hvítan til að fara út í vonlítið hróksendatafl.

30. Df2 Dh3 31. Dg2 Dxg2 32. Kxg2 Rxe1 33. Hxe1 Hxd6 34. Kf3 Hd2 35. Hb1 g6 36. b4 axb4 37. Hxb4 Ha2 38. Ke4 h5 39. Kd5 Hc2 40. Hb3 h4 41. Kc6 h3 42. Kxc7 h2 43. Hb1 Hxc3 44. Kxb6

44. ... Hb3+! 45. Hxb3 h1(D) 46. a5

Einhverjir töldu að frípeðið gæfi Nepo einhverja von en staðan er léttunnin á svart.

46. ... De4! 47. Ka7 De7+ 48. Ka8 Kg7 49. Hb6 Dc5

- og Nepo gafst upp.

Það verður að tekjast líklegt að Magnús haldi titlinum næstu árin. Einbeitni hans við skákborðið var frábær og þó að Nepo næði stundum miklu tímaforskoti raskaði það aldrei ró hans. Í dag er talið að honum stafi mest hætt af hinum unga Írana Alireza Firouzjka. Þá hefur Filippseyingurinn Wesley So oft reynst honum erfiður. Gallinn er hins vegar sá að So hefur enn ekki unnið sér sæti í áskorendakeppninni 2022 en fær tækifæri til þess í byrjun næsta árs.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)