Stjarna Birkir Blær söng meðal annars All I Ask eftir Adele og hlaut mikið lof fyrir.
Stjarna Birkir Blær söng meðal annars All I Ask eftir Adele og hlaut mikið lof fyrir. — Skjáskot/Instagram Birkis Blæs
Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson vann í gærkvöldi sænsku Idol-söngkeppnina eftir æsispennandi og glæsilega úrslitakeppni. Keppnin var sýnd á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4.

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson vann í gærkvöldi sænsku Idol-söngkeppnina eftir æsispennandi og glæsilega úrslitakeppni. Keppnin var sýnd á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4.

Birkir og Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu til úrslita og þóttu bæði standa sig vel, en þau fluttu fjölda laga á lokakvöldinu.

Saman tóku þau lagið The Days eftir plötusnúðinn og tónlistarmanninn Avicii sem lést árið 2018. Birkir tók í kjölfarið lögin All I Ask eftir Adele og It's A Man's World með James Brown.

Í þriðju og síðustu atrennu tók parið lagið Weightless hvort í sínu lagi en það lag var samið sérstaklega fyrir keppnina í ár.

Báðir keppendur hlutu mikið lof frá bæði áhorfendum og dómurum en Birkir hafði betur að lokum í símakosningu.