Ljósmyndarinn Sigurjón Sighvatsson sýnir nú fjölbreytileg ljósmyndaverk.
Ljósmyndarinn Sigurjón Sighvatsson sýnir nú fjölbreytileg ljósmyndaverk. — Morgunblaðið/Eggert
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi með meiru hefur um langt árabil unnið að sköpun fjölbreytilegra ljósmyndaverka og opnar sýningu á úrvali þeirra í pop-up-rými á Hafnartorgi við Geirsgötu á morgun, sunnudag, kl. 16.

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi með meiru hefur um langt árabil unnið að sköpun fjölbreytilegra ljósmyndaverka og opnar sýningu á úrvali þeirra í pop-up-rými á Hafnartorgi við Geirsgötu á morgun, sunnudag, kl. 16.

Helmingur sýningarinnar er verk innblásin af þekktri ferðabók W.H. Audens og Louis MacNeice sem kom fyrst út 1937, Letters from Iceland. Hinn helmingurinn sækir innblástur til Bandaríkjanna, einkum Los Angeles og listamanna sem þar hafa starfað, en í verkunum kallast Sigurjón markvisst á við verk nokkurra samtímalistamanna og beitir þá til dæmis collage-tækni og fellir texta á myndirnar.