Lukas Bury
Lukas Bury
Myndlistarmaðurinn Lukas Bury opnar í sýningarsalnum Rýmd í Völvufelli 13-21 í Breiðholti í dag, laugardag, kl. 14 sýningu sem hann kallar „They have no pictures on the walls“.
Myndlistarmaðurinn Lukas Bury opnar í sýningarsalnum Rýmd í Völvufelli 13-21 í Breiðholti í dag, laugardag, kl. 14 sýningu sem hann kallar „They have no pictures on the walls“. Á sýningunni er röð málverka sem vísa í heimili pólskra innflytjenda á Íslandi. Í tilkynningu segir Lukas kveikjuna að verkunum hafa verið þá að íslensk kunningjakona sín hafi verið hissa á því að innflytjendur frá Póllandi, sem hafa jafnvel búið hér í mörg ár, séu ekki með myndir á veggjunum hjá sér. Orð hennar vöktu Lukas til umhugsunar og út frá þeim vann hann þessi nýju málverk.