Uppáhaldssætið. A-Enginn Norður &spade;Á10743 &heart;K654 ⋄5 &klubs;K74 Vestur Austur &spade;986 &spade;D2 &heart;ÁG1087 &heart;93 ⋄Á ⋄KG109863 &klubs;G1052 &klubs;D6 Suður &spade;KG5 &heart;D2 ⋄D742 &klubs;Á983 Suður spilar 3G.

Uppáhaldssætið. A-Enginn

Norður
Á10743
K654
5
K74

Vestur Austur
986 D2
ÁG1087 93
Á KG109863
G1052 D6

Suður
KG5
D2
D742
Á983

Suður spilar 3G.

Þú ert í uppáhaldssætinu í suður: Austur gefur og opnar á 3 – pass, pass og dobl hjá makker í norður. Viltu reyna 3G eða passa?

Spilið er frá Íslandsmótinu í butler-tvímenningi um síðustu helgi, fámennu en sterku móti. Þrír spilarar reyndu 3G og fóru allir niður. Ástæðan var í sjálfu sér einföld: þeir staðsettu spaðadrottningu í vestur og vantaði þá úrslitaslaginn. Zia hefur skrifað lærðar greinar um ágæti þess að hrinda með Dx í hliðarlit. „Öruggur slag ef maður lendir í vörn,“ segir hann og það er nokkuð til í því.

Í viðureign efstu manna passaði Þorlákur Jónsson 3 doblaða og þeir Haukur Ingason uppskáru 300 fyrir tvo niður. Það dugði þó ekki til að fella sigurvegarana af efsta stalli – Björn Þorláksson og Pál Þórsson, sem unnu mótið með töluverðum yfirburðum.