Sé litið á eldisafurðir þá var útflutningsverðmæti lax á viðmiðunartímabilinu, þ.e. fiskveiðiárið 2020-2021, alls 28,4 milljarðar og hefur vaxið hratt á síðustu mánuðum og misserum.

Sé litið á eldisafurðir þá var útflutningsverðmæti lax á viðmiðunartímabilinu, þ.e. fiskveiðiárið 2020-2021, alls 28,4 milljarðar og hefur vaxið hratt á síðustu mánuðum og misserum. Til viðbótar þeirri tölu voru flutt út frjóvguð laxahrogn fyrir tæplega 2,4 milljarða í fyrra, sem fóru að mestu til Bretlands, Færeyja og Noregs.

Útflutningur á silungi, sem er að langstærstum hluta bleikja, skilaði á síðasta fiskveiðiári 5,1 milljarði. Samanlagt skiluðu eldisafurðir því hátt í 36 milljörðum.

Eldislax er kominn í annað sæti hvað varðar útflutningsverðmæti af þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Líklegt er að hlutur laxins vaxi enn frekar á komandi árum. Loðna mun þó væntanlega gefa meiri verðmæti á þessu fiskveiðiári.