Spánn Svíar fagna innilega jafnteflinu dýrmæta gegn Noregi.
Spánn Svíar fagna innilega jafnteflinu dýrmæta gegn Noregi. — Ljósmynd/IHF
Olivia Mellegård tryggði Svíum dýrmætt stig gegn Norðmönnum þegar hún jafnaði, 30:30, þremur sekúndum fyrir lok leiks grannþjóðanna á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta á Spáni á laugardagskvöldið.

Olivia Mellegård tryggði Svíum dýrmætt stig gegn Norðmönnum þegar hún jafnaði, 30:30, þremur sekúndum fyrir lok leiks grannþjóðanna á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta á Spáni á laugardagskvöldið.

Þar með eru Þórir Hergeirsson og hans konur í norska liðinu skyndilega í talsverðri hættu á að komast ekki í 8-liða úrslit en þær mæta heimsmeistaraliði Hollands í hreinum úrslitaleik í kvöld. Holland og Noregur eru með sjö stig en Svíþjóð, sem mætir Rúmeníu, er með sex stig.

Frakkland, Rússland, Danmörk, Þýskaland, Spánn og Brasilía eru komin í átta liða úrslit mótsins en tveimur milliriðlanna lauk í gærkvöld og hinum tveimur lýkur í kvöld.