Sigríður Andersen
Sigríður Andersen
Íslenska ríkið hyggst verja tugum milljarða króna í aðgerðir í loftslagsmálum á næstu árum og hefur þegar varið allmörgum milljörðum í þetta verkefni. Sigríður Andersen, fyrrverandi alþingismaður, fjallar um nýlegt svar fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar og að þar komi fram að stjórnvöld viti ekki hverju aðgerðirnar skila eða hvort þær eru hagkvæmar, að því gefnu að slíkar aðgerðir séu yfirleitt hagkvæmar.

Íslenska ríkið hyggst verja tugum milljarða króna í aðgerðir í loftslagsmálum á næstu árum og hefur þegar varið allmörgum milljörðum í þetta verkefni. Sigríður Andersen, fyrrverandi alþingismaður, fjallar um nýlegt svar fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar og að þar komi fram að stjórnvöld viti ekki hverju aðgerðirnar skila eða hvort þær eru hagkvæmar, að því gefnu að slíkar aðgerðir séu yfirleitt hagkvæmar.

Þar sem ríkið leggur ekki mat á þetta gerir Sigríður það sjálf og finnur út að kostnaður við skattaívilnanir rafbíla nemi um 48 þúsund krónum fyrir jöfnun á hverju CO2-tonni sem bensínbíll hefði gefið frá sér. (Í þessum útreikningum er ekki einu sinni reiknað með því að framleiðsla á rafbílum krefst mun meira kolefnis en framleiðsla bensínbíla, 70% í tilviki Volvo, að sögn fyrirtækisins.)

Notkun lífeldsneytis, sem er af öðrum ástæðum mjög vafasöm, kostar 40.000 krónur á hvert jafnað kolefnistonn.

Til samanburðar kostar hvert jafnað kolefnistonn aðeins um eða yfir 2.000 krónur með skógrækt eða endurheimt votlendis.

Sigríður bendir á að af „þessum einföldu útreikningum verður ekki annað séð en að stjórnvöld hafi valið mjög dýrar leiðir til fást við loftslagsmálin“. Og hún bætir við að ríkið gæti „náð sama árangri fyrir 5% af núverandi kostnaði. Í stað þess að eyða 7,4 milljörðum á ári í niðurgreiðslur á innfluttum rafbílum og lífeldsneyti gæti ríkið náð sama árangri með 370 milljónum króna í skógrækt og endurheimt votlendis hér á landi.

Hvers vegna eru skattgreiðendur látnir greiða tvítugfalt meira fyrir loftslagsaðgerðir en þörf krefur?“