Tvö Jorginho fagnar eftir að hafa tryggt Chelsea sigur á Leeds
Tvö Jorginho fagnar eftir að hafa tryggt Chelsea sigur á Leeds — AFP
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Vítaspyrnur réðu úrslitum í leikjum þriggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn, og að auki hjá Manchester United, en þessi fjögur lið unnu öll nauma eins marks sigra.

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Vítaspyrnur réðu úrslitum í leikjum þriggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn, og að auki hjá Manchester United, en þessi fjögur lið unnu öll nauma eins marks sigra.

*Raheem Sterling skoraði sigurmark Manchester City gegn Wolves, 1:0, úr vítaspyrnu á 66. mínútu.

*Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool gegn Aston Villa, 1:0, af vítapunktinum eftir að brotið var á honum á 67. mínútu.

*Jorginho skoraði úr tveimur vítaspyrnum og sigurmarkið í uppbótartíma þegar Chelsea vann nauman sigur á Leeds, 3:2.

*Cristiano Ronaldo krækti í vítaspyrnu og skoraði úr henni sigurmark Manchester United í Norwich, 1:0, á 75. mínútu.

Staðan í toppbaráttunni breyttist því ekkert, nema hvað Manchester City, Liverpool og Chelsea fjarlægðust enn hin liðin eftir að West Ham náði aðeins 0:0-jafntefli gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í gær.

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool til langs tíma, var vel fagnað á Anfield þegar hann mætti þangað sem knattspyrnustjóri Aston Villa.

*Youri Tielemans skoraði tvö mörk fyrir Leicester í stórsigri á Newcastle í gær, 4:0. Staða Newcastle á botninum versnar enn, liðið hefur unnið einn leik af sextán, og forríkir nýir eigendur hafa um nóg að hugsa hvað varðar mögulegan liðsauka í janúar.