Drangar í Árneshreppi Vinnubrögð fyrrverandi ráðherra hafa verið gagnrýnd.
Drangar í Árneshreppi Vinnubrögð fyrrverandi ráðherra hafa verið gagnrýnd. — Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Drangar í Árneshreppi eru nú friðaðir. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir ekkert benda til þess að málið hafi ekki verið unnið samkvæmt reglum.

Drangar í Árneshreppi eru nú friðaðir. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir ekkert benda til þess að málið hafi ekki verið unnið samkvæmt reglum. Forveri hans í umhverfisráðuneytinu tilkynnti friðlýsingu Dranga á síðustu stundu, rétt áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Vinnubrögð fyrrverandi umhverfisráðherra hafa verið gagnrýnd, þá helst af þingmanni Miðflokksins, Bergþóri Ólasyni, sem sagði á Alþingi í síðustu viku að friðlýsingin hefði veruleg áhrif á virkjunarkosti innan svæðisins. 4