Bilun Kassakerfin fóru á hliðina í gær.
Bilun Kassakerfin fóru á hliðina í gær. — Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson
Fjórum verslunum Hagkaupa, á Eiðistorgi, Akureyri, í Spönginni og í Smáralind, þurfti að loka um tíma síðdegis í gær vegna bilunar í kassakerfi verslananna.

Fjórum verslunum Hagkaupa, á Eiðistorgi, Akureyri, í Spönginni og í Smáralind, þurfti að loka um tíma síðdegis í gær vegna bilunar í kassakerfi verslananna.

„Við lentum í smá kleinu; við misstum út fjórar búðir af tæknilegum ástæðum sem varð til þess að ekki var hægt að skanna neitt inn. Kassakerfið lá því niðri en nú er búið að leysa málið og allt opið að nýju,“ sagði Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við mbl.is í gær. Um vefþjónavandamál var að ræða sem Sigurður kunni ekki skil á, en tæknimenn leystu úr því hratt og örugglega.