Gremja Smár hópur mótmælenda lét heyra í sér á hluthafafundinum. Flutningur Shell hefur valdið hollensku ríkisstjórninni vonbrigðum.
Gremja Smár hópur mótmælenda lét heyra í sér á hluthafafundinum. Flutningur Shell hefur valdið hollensku ríkisstjórninni vonbrigðum. — AFP
Á hluthafafundi olíufélagsins Royal Dutch Shell á föstudag samþykktu meira en 99% hluthafa tillögu þess efnis að flytja höfuðstöðvar félagsins alfarið til Bretlands. Fram til þessa hefur fyrirtækið verið rekið með höfuðstöðvar bæði í Haag og í Lundúnum og verið skráð á verðbréfamarkað í nafni tveggja fyrirtækja (e. dual-listed company) þrátt fyrir að starfa sem ein heild.

Á hluthafafundi olíufélagsins Royal Dutch Shell á föstudag samþykktu meira en 99% hluthafa tillögu þess efnis að flytja höfuðstöðvar félagsins alfarið til Bretlands. Fram til þessa hefur fyrirtækið verið rekið með höfuðstöðvar bæði í Haag og í Lundúnum og verið skráð á verðbréfamarkað í nafni tveggja fyrirtækja (e. dual-listed company) þrátt fyrir að starfa sem ein heild.

Með því að færa reksturinn alfarið til Bretlands væntir stjórn Shell að gera megi félagið samkeppnishæfara og einfalda arðgreiðslur og endurkaup eigin hlutabréfa. Greinir Reuters frá að tillagan hafi þurft að lágmarki 75% atkvæða til að verða að veruleika.

Gagnrýnendur telja flutninginn a.m.k. að hluta til ráðast af úrskurði hollensks dómstóls sem í maí skikkaði Shell til að minnka koltvísýringsútblástur fyrirtækisins um 45% fyrir árið 2030. Shell hefur áfrýjað dómnum og svarað gagnrýnendum með því að umhverfisstefna félagsins muni haldast óbreytt þótt höfuðstöðvarnar færist alfarið til Bretlands.

Breytingin mun líka létta skattbyrði félagsins og hluthafa því Holland leggur allt að 15% afdráttarskatt á arðgreiðslur en það gerir Bretland ekki.

Yfirvofandi flutningur Shell hefur valdið miklum titringi í hollenskum stjórnmálum og hefur ríkisstjórn landsins lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina. Þá freistaði flokkur græningja þess að leggja fram frumvarp um sérstakan útgönguskatt á fyrirtækið en sú hugmynd hlaut ekki hljómgrunn á þingi.