Kórinn Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum á laugardag og fer hér framhjá HK-ingnum Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur.
Kórinn Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum á laugardag og fer hér framhjá HK-ingnum Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Íslandsmeistarar KA/Þórs fengu sinn annan sjö marka skell í röð í Olísdeild kvenna í handbolta á laugardag. Norðankonur heimsóttu þá Hauka og sáu aldrei til sólar. Haukar náðu tólf marka forskoti um tíma en lokatölur urðu 34:27.

Íslandsmeistarar KA/Þórs fengu sinn annan sjö marka skell í röð í Olísdeild kvenna í handbolta á laugardag. Norðankonur heimsóttu þá Hauka og sáu aldrei til sólar. Haukar náðu tólf marka forskoti um tíma en lokatölur urðu 34:27.

Haukaliðið sýndi hinsvegar að það gæti farið langt í vetur og er búið að koma sér vel fyrir í fjórða sætinu. Sara Odden skoraði átta mörk fyrir Hauka og Elín Klara Þorkelsdóttir sjö og Annika Fríðheim Petersen varði 17 skot. Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór.

Fram náði eins stigs forskoti á Val á toppi deildarinnar með stórsigri gegn HK í Kórnum, 33:20. Karen Knútsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram, Perla Ruth Albertsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir 6 hvor, en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði 8 mörk fyrir HK.