Mótettukórinn Á efnisskránni verða uppáhaldsjólalög kórsins frá ýmsum tímum.
Mótettukórinn Á efnisskránni verða uppáhaldsjólalög kórsins frá ýmsum tímum.
Móettukórinn heldur sína hefðbundnu jólatónleika á morgun, sunnudag, kl. 17. Þeir verða að þessu sinni í Fríkirkjunni í Reykjavík og er það í fyrsta sinn sem kórinn heldur þar jólatónleika.

Móettukórinn heldur sína hefðbundnu jólatónleika á morgun, sunnudag, kl. 17. Þeir verða að þessu sinni í Fríkirkjunni í Reykjavík og er það í fyrsta sinn sem kórinn heldur þar jólatónleika.

Einsöngvari er Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir mezzósópran, sem vakið hefur mikla athygli fyrir söng sinn undanfarið en hún útskrifaðist með láði frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og er fyrrverandi kórfélagi í Mótettukórnum. Orgelleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir og stjórnandi Hörður Áskelsson.

Á efnisskránni verða uppáhaldsjólalög Mótettukórsins frá ýmsum tímum. Flutt verða meðal annars Betlehemsstjarnan eftir Áskel Jónsson, María fer um fjallaveg eftir Eccard, Wexford Carol, Einu sinni í ættborg Davíðs, Jólagjöfin eftir Hörð Áskelsson, o.fl. Þórgunnur Anna syngur aríu úr Messíasi, Ó, helga nótt eftir Adams og fleiri perlur.