Bandaríkin Borgin Raleigh-Durham hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn.
Bandaríkin Borgin Raleigh-Durham hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn.
Icelandair hefur bætt við nýjum áfangastað í Bandaríkjunum næsta sumar, borginni Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá 12. maí til 30. október 2022.

Icelandair hefur bætt við nýjum áfangastað í Bandaríkjunum næsta sumar, borginni Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá 12. maí til 30. október 2022.

Raleigh er höfuðborg Norður-Karólínufylkis á austurströnd Bandaríkjanna og þar búa um 10,5 milljónir. Í tilkynningu Icelandair segir að borgin hafi stækkað hratt undanfarin ár og þar risið sterk fyrirtæki í tæknigeiranum.

Icelandair segist ætla að bjóða tíðar ferðir til og frá Íslandi og öflugar tengingar áfram til áfangastaða félagsins í Evrópu, en frá Raleigh-flugvelli eru ekki margar beinar tengingar við Evrópu í dag. Góðar tengingar eru sagðar frá Raleigh áfram til fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum.

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að N-Karólína hafi upp á margt að bjóða og Raleigh sé spennandi viðbót við leiðakerfið.