Virðing Svissneska svartmálmbandið Samael hefur endurgert Bítlalagið Helter Skelter á þeim forsendum að það sé fyrsta þungarokkslag sögunnar. Helter Skelter kom sem kunnugt er fyrst út 1968 á Hvítu plötu Bítlanna.
Virðing Svissneska svartmálmbandið Samael hefur endurgert Bítlalagið Helter Skelter á þeim forsendum að það sé fyrsta þungarokkslag sögunnar. Helter Skelter kom sem kunnugt er fyrst út 1968 á Hvítu plötu Bítlanna. „Við gerðum þetta svona vegna þess að ég hef yndi af hávaða,“ sagði Paul McCartney, höfundur lagsins, við Radio Luxembourg á sínum tíma, en hermt er að Helter Skelter sé svar við Who-laginu I Can See For Miles sem ári áður hafði verið kynnt sem háværasta lag sögunnar. Samael-liðar segjast vera trúir frumgerðinni en þó nálgast lagið eins og sitt eigið sköpunarverk.