Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, fjallaði nýverið um fallslys í stigum um borð í tveimur togurum. Af þessu tilefni minnir nefndin sjómenn á að hafa ávallt aðra hönd á handriði þegar gengið er um stiga um borð í skipum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, fjallaði nýverið um fallslys í stigum um borð í tveimur togurum. Af þessu tilefni minnir nefndin sjómenn á að hafa ávallt aðra hönd á handriði þegar gengið er um stiga um borð í skipum.

Í öðru tilvikinu skrikaði skipverja fótur um borð í Guðmundi í Nesi RE 13, sem var á togveiðum á Vestfjarðamiðum. Maðurinn féll með þeim afleiðingum að hann skarst illa á hné.

Í hinu tilvikinu var Ottó N. Þorláksson VE 5 við bryggju í Vestmannaeyjum. Skipverji var við viðhaldsvinnu um borð og með varahluti í báðum höndum þegar hann féll í stiga á efri íbúðargangi skipsins. Við fallið fótbrotnaði hann.