Helgistund á Hlíð kl. 14. Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Jólasunnudagaskólinn kl. 11. Umsjón hafa Andrea Anna Arnardóttir og Thelma Rós Arnarsdóttir.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13 í umsjá Jóhönnu Maríu djákna og séra Sigurðar. Jólabarnaball sunnudagaskólans í Ási í beinu framhaldi af stundinni í kirkjunni. Anton Albertsson leikur á píanóið.
ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistud kl. 17. Jólalögin verða sungin undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar tónlistarstjóra kirkjunnar. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg hugleiðir efni aðventunnar.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólatrésskemmtun Breiðholtssóknar og Alþjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju kl. 11. Við göngum í kringum jólatré, heyrum jólaguðspjallið og fáum jólasvein í heimsókn.
Guðsþjónusta á ensku kl. 14. Prestar eru Toshiki Thoma og Ása Laufey Sæmundsdóttir.
BÚRFELLSKIRKJA í Grímsnesi | Aðventumessa kl. 14. Englakertið tendrað. Fjársjóðskista fyrir börnin. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson biskup.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Jónas Þórir, sr. Eva og Katrín þjóna. Aðventu- og afmælishátíð kl. 17. Eliza Reid forsetafrú flytur ávarp, biskup Íslands og vígslubiskup í Skálholti þjóna með prestum og djáknum kirkjunnar. Kammerkór Bústaðakirkju syngur, Jóhann Friðgeir og Edda Austmann syngja einsöng, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu, stjórnandi Jónas Þórir. Munið hraðprófin fyrir aðventuhátíðina.
DIGRANESKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Sr. Kaffi-Bolli messar. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Stundin fer fram í safnaðarsal og verður boðið upp á smákökur og kaffi. Allra sóttvarnareglna verður gætt við þessa stund.
Jólaró í Hjallakirkju kl. 17 . Sr. Sunna Dóra Möller leiðir stundina ásamt Lofgjörðarhópi kirkjunnar. Hann skipa þau Áslaug Helga, Katrín Hildur Jónasdóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir og Matti sax.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið. Æðruleysismessa kl. 20. Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir og séra Fritz Már Jörgensson. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Notum grímur og virðum fjarlægðarmörk.
FELLA- og Hólakirkja | Jólasöngvar við kertaljós kl. 11. Jólahelgistund á aðventu. Kórinn flytur jólasálma og söngva. Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina.
GLERÁRKIRKJA | Helgistund með barnakór Glerárkirkju kl. 11, sem flytur söngleikinn Litla stúlkan og eldspýturnar. Óskalagastund kl. 20 með Valmari Väljaots, Petru Björk Pálsdóttur og Margréti Árnadóttur í kirkjunni og í streymi á facebook-síðu Glerárkirkju.
GRAFARVOGSKIRKJA | Helgihald 19. desember, útvarpsmessa, Jólasálmar við jötuna, kl. 11. Messan er eingöngu send út á RÚV Rás 1. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu og Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og gítar. Organisti er Hákon Leifsson. Jólaball verður kl. 11. Dansað verður í kringum jólatré og jólasveinar koma í heimsókn.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir er organisti. Messuþjónahópur ásamt séra Þorvaldi Víðissyni þjóna.
Aðfangadagur jóla, 24. desember, hátíðarguðsþjónusta í Mörk kl. 15, aftansöngur í Grensáskirkju kl. 18 og miðnæturmessa kl. 23.30.
Jóladagur, hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar dagur jóla, jólamessa kirkju heyrnarlausra kl. 14.
Gamlársdagur, aftansöngur kl. 18. Nýársdagur, hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Aftansöngur á aðfangadag kl. 18. Einsöngur: Melkorka Ýr Magnúsdóttir. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Miðnæturmessa kl. 23.30. Sigríður María og Kristján Hrannar leiða sönginn.
Gamlársdagur, Hátíðarmessa kl. 17. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Sr. Elínborg þjónar fyrir altari.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Helgistund kl. 17. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Tónlistarflutningur í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Kyrrðarstund í aðdraganda jóla kl. 11.
Sr. Jónína Ólafsdóttir leiðir stundina. Organisti er Ólafur W. Finnsson. Egill Friðleifsson og Sigríður Björnsdóttir lesa. Sunnudagaskólinn er kominn í jólafrí.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Graduale Liberi syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur. Kveikt verður á öllum fjórum kertunum á aðventukransinum.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta 4. sunnudag í aðventu kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Félagar í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða söng.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudag kl. 17 verður helgistund. Sr. Sunna Dóra Möller leiðir stundina ásamt Lofgjörðarhópi kirkjunnar. Hann skipa þau Áslaug Helga, Katrín Hildur Jónasdóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir og Matti sax. Sama dag verður Kaffihúsamessa í Digraneskirkju kl. 11.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Lára Ruth Clausen, Jakob Freyr Einarsson og Hera Sjöfn Atladóttir taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Félagar úr Fílharmóníunni syngja við messuna undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Söngfjelagið flytja tónlist. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og prédikar.
Aðfangadagur 24. des. Jólastund barnanna kl. 16.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 18. Elísabet Þórðardóttir er organisti og Kór Laugarneskirkju. Pétur Húni Björnsson syngur einsöng. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og prédikar.
Jóladagur 25. des. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Níu lestra messa. Elísabet Þórðardóttir er organisti og Kór Laugarneskirkju. Sr. Jón Ragnarsson þjónar.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Forskráning á www.lagafellskirkja.is. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Við gætum að sóttvörnum!
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur og jólasagan sögð.
Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða sönginn. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Tveir heimar. Sólveig Pálsdóttir rithöfundur talar. Léttmessa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar í Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Kyrrðarstund kl. 12 á miðvikudag.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Aðventumessa kl. 11. Fjársjóðskista fyrir börnin. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson biskup. Árdegismessa verður á Þorláksmessu 23. des. kl. 9. Morgunsöngur og altarisganga. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson biskup.
VÍDALÍNSKIRKJA | Streymi á facebook.com/vidalinskirkja kl. 10: Jólasöngvar fjölskyldunnar. Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsprestur leiðir stundina.
Jólasöngstund sunnudagaskólanna í Vídalínskirkju kl. 11. Vegna fjöldatakmarkana er 50 manna hámarksfjöldi.
Jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns kl. 20. Miðasala á klik.is. Sýna þarf neikvætt hraðpróf, ekki eldra en 48 klst. Sjálfspróf gilda ekki.