Býflugur sýndu ótrúlega aðlögunarhæfni í eldgosinu á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum þegar þær lifðu af eiturgufur, gríðarlegan hita og mikið öskufall.
Eins og flestir vita byrjaði að gjósa 19. september á fyrrnefndri eyju sem er hluti af Kanaríeyjaklasanum.
Á La Palma er mikil býflugnarækt og ráku býflugnabændur upp stór augu þegar þeir ákváðu að vitja býflugnanna sinna fimmtíu dögum eftir að eldgosið byrjaði í eldfjallinu Cumbre Viej og fundu þá fimm býflugnabú undir öskunni með sprelllifandi býflugum.
Nánar er fjallað um málið á K100.is.