Pílagrímar á Kúbu votta dýrlingnum Lazarusi, eða Babalu Aye eins og hann heitir samkvæmt þeirra trúarbókstaf, virðingu sína við El Rincon-kirkjuna í einu úthverfa Havana í fyrradag, en athöfnin er árlegur viðburður um miðjan desember og sækja hana...
Pílagrímar á Kúbu votta dýrlingnum Lazarusi, eða Babalu Aye eins og hann heitir samkvæmt þeirra trúarbókstaf, virðingu sína við El Rincon-kirkjuna í einu úthverfa Havana í fyrradag, en athöfnin er árlegur viðburður um miðjan desember og sækja hana jafnan tugir þúsunda. Átrúendur koma þá til kirkjunnar með hestvögnum frá bænum Santiago de las Vegas og uppfylla loforð, sem þeir hafa gefið dýrlingnum. Þessi hefur kannski lofað að hætta í vindlunum en orðið hált á því svellinu.