Jól Hulda G. Geirsdóttir, útvarpskona á Rás 2, átti skemmtilegt spjall við Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í rokkþættinum Füzz fyrir skemmstu.
Jól Hulda G. Geirsdóttir, útvarpskona á Rás 2, átti skemmtilegt spjall við Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í rokkþættinum Füzz fyrir skemmstu. Þar skoraði hún meðal annars á málmvíkingana að senda frá sér jólalag en Þráinn tók mátulega vel í þá áskorun og taldi þetta ekki líklegt. Það sem hvorki Þráinn né Hulda átta sig á er að Skálmöld er löngu búin að senda frá sér jólalag. Það heitir Að vetri og er á plötunni Með vættum sem kom út 2014. Að vísu er Jesúbarnið ekki þar í forgrunni, heldur „gömul kona, grá og hokin“ sem „gengur ein í kafaldsbyl“ undir vargsgóli á Vesturlandi í kringum jól. En það snjóar heil ósköp þarna og mun meira en í meðaljólalagi og á endanum færist allt á bólakaf. Varla þarf meira til.