— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Met var slegið í gær þegar um 7.500 hraðpróf voru tekin á sýnatökustöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, að sögn Mörtu Maríu Arnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Met var slegið í gær þegar um 7.500 hraðpróf voru tekin á sýnatökustöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, að sögn Mörtu Maríu Arnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Aðsókn í hraðpróf hefur aukist gríðarlega í aðdraganda jólanna en langar raðir mynduðust fyrir utan sýnatökustaðinn á Suðurlandsbraut í gær og hefur fólk lýst miklu öngþveiti á bílastæðinu þar sem fá laus pláss voru eftir. Aðspurð kveðst Marta María ekki vita til þess að nein óhöpp hafi orðið hjá fólki í öllu kraðakinu. Þykir starfsmönnum heilsugæslunnar nú líklegt að aðsóknin hafi náð hámarki sínu í jólaörtröðinni. Er því ekki talin þörf á að breyta núverandi fyrirkomulagi eða skipta um staðsetningu.

Ljóst er að vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Laugardalshöll munu bólusetningar þurfa að fara fram annars staðar eftir áramót. Þá er óvíst hvar bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára munu fara fram. Til skoðunar er að þær verði gerðar í grunnskólum, en við það eru ekki allir sáttir. 2