Ölfus Ráðhúsið í Þorlákshöfn.
Ölfus Ráðhúsið í Þorlákshöfn. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri Sveitarfélagsins Ölfuss á næsta ári verði alls 283 millj. kr., skv. fjárhagsáætlun sem samþykkt var í vikunni. Ráðgert er að tekjur samstæðu sveitarfélagsins verði tæplega 3,6 ma.

Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri Sveitarfélagsins Ölfuss á næsta ári verði alls 283 millj. kr., skv. fjárhagsáætlun sem samþykkt var í vikunni. Ráðgert er að tekjur samstæðu sveitarfélagsins verði tæplega 3,6 ma. kr og rekstrargjöld vel liðlega þrír ma. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði um 133 millj kr. og afskriftir nærri 218 millj. kr.

Ráðgert er að veltufé samstæðu frá rekstri verði 612 milljónir kr. og að fjárfesting nemi 1.529 millj. kr. Fyrirhugað er að greiða niður 221 millj. kr. langtímalán en samhliða taka nýtt lán að upphæð 740 millj. kr., vegna hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn og uppbyggingar sem fylgir vexti og fjölgun íbúa, segir í tilkynningu.

Meðal stærstu verkefna fram undan eru bygging leikskóla, stækkun á þjónustumiðstöð aldraðra, frekari uppbygging tengd íþróttamannvirkjum, gatnagerð, fráveita og feira. Sé litið til reksturs málaflokka aukast útgjöld verulega á vissum sviðum, einkum í félagsþjónustu, skólastarfi og á sviði æskulýðs- og íþróttamála.

Lækka fasteignaskatta

Samhliða þessu er leiða leitað til að létta álögur af bæjarbúum. Þar ber hæst að fasteignaskattur er lækkaður úr 0,33% í 0,31%.þ Alls hefur álagning lækkað um 18% á fjórum árum.

Íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi eru nú, skv. nýjustu tölum Hagstofu, 2.369 en voru 2.279 þegar manntal var tekið á síðasta ári. Í Þorlákshöfn búa nú 1.847 manns, borið saman við 1.730 í fyrra. sbs@mbl.is