Hópsmit kórónuveiru hefur komið upp á Alþingi en að minnsta kosti þrír þingmenn og tveir úr starfsliði þeirra hafa greinst með Covid-19. Líklegt þykir að fleiri smit eigi eftir að greinast.

Hópsmit kórónuveiru hefur komið upp á Alþingi en að minnsta kosti þrír þingmenn og tveir úr starfsliði þeirra hafa greinst með Covid-19. Líklegt þykir að fleiri smit eigi eftir að greinast. Um er að ræða Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingar, auk tveggja þingmanna Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, staðfesti í samtali við mbl.is í gærkvöldi að tvö smitanna væru í þingflokki hennar.

Ekki lá þá fyrir hverjir það eru sem munu þurfa að sæta sóttkví vegna smitanna, en smitrakningarteymi hafði ekki haft samband. Hanna Katrín sagði að flestir hefðu þá þegar farið í próf. Bjóst hún við að niðurstöður myndu fást árdegis í dag.

„Við göngum öll út frá því núna að við séum smituð. Það er eina vitið. Við högum okkur samkvæmt því,“ sagði Hanna. „Það verður kannski bara glænýr þingflokkur sem mætir í vinnu á mánudaginn.“