Nám: Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 2000; BSc.
Nám: Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 2000; BSc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004; MSc í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík 2006; próf í verðbréfamiðlun frá HR 2008; lauk námslínunni Ábyrgð og árangur stjórnarmanna við HR 2016.

Störf: Sérfræðingur á hönnunardeild Orkuveitu Reykjavíkur 2003 til 2006; safnastjóri í eignastýringu Landsbankans 2006 til 2010, forstöðumaður stýringar eigna 2010 til 2012; forstöðumaður viðskiptalausna eignastýringar og miðlunar 2012 til 2021 og framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar frá 2021.

Áhugamál: Ég veit fátt skemmtilegra en að fara á skíði, bæði hér heima og erlendis. Einnig hef ég gaman af lengri göngum og ýmsu vatnasporti, s.s að fara á strandbretti.

Fjölskylduhagir: Ég er gift Davíð Rúdólfssyni og við eigum þrjú börn: Amöndu Lind, Aron Inga og Ásdísi Evu.