Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Góðskáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem einnig ritstýrir Fréttablaðinu, orti síðasta leiðara ársins um afdrif fjölmiðlalagafrumvarps í Póllandi, sem koma átti í veg fyrir erlent eignarhald á pólskum miðlum. Það bar hann saman við frumvarp sem herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði staðfestingar 17 árum áður, árið 2004, að beiðni vina sinna í Baugi.

Góðskáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem einnig ritstýrir Fréttablaðinu, orti síðasta leiðara ársins um afdrif fjölmiðlalagafrumvarps í Póllandi, sem koma átti í veg fyrir erlent eignarhald á pólskum miðlum. Það bar hann saman við frumvarp sem herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði staðfestingar 17 árum áður, árið 2004, að beiðni vina sinna í Baugi.

Í báðum tilvikum voru komnir til sögunnar öflugir og einkareknir fjölmiðlar sem voru ekki að skapi ríkjandi stjórnvalda, raunar í fullkominni óþökk þeirra, svo brá fyrir ógeði, en frelsi þeirra þyrfti að takmarka með svo strangri lagasetningu að starfsemi þeirra í óbreyttri mynd yrði ómöguleg,“ sagði Sigmundur Ernir.

Langt er um liðið síðan, svo mögulega er minni ritstjórans farið að bregðast. Íslenska frumvarpið laut í engu að ritstjórn fjölmiðla en var ætlað að stuðla að fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun með því að aftra því að þeir yrðu allir á einni hendi.

Þá þegar höfðu upprennandi hrunvaldar lagt undir sig meira en helming allra íslenskra fréttamiðla, sem sögðu þær fréttir sem eigendurnir helst vildu heyra.

Um það vitnaði einmitt Sigmundur Ernir þegar hann var rekinn af Stöð 2 í upphafi árs 2009 og fagnaði því að hann væri „frjáls undan oki auðjöfranna“. Það hlýtur að mega treysta því að allt sé OK á Fréttablaðinu nú.