Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna munu halda neyðarfjarfund á föstudaginn til að ræða Úkraínudeiluna og þær kröfur sem stjórnvöld í Kreml hafa sett á hendur bandalaginu um að hefta útvíkkun þess í austurátt, sem og að hersveitir í...

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna munu halda neyðarfjarfund á föstudaginn til að ræða Úkraínudeiluna og þær kröfur sem stjórnvöld í Kreml hafa sett á hendur bandalaginu um að hefta útvíkkun þess í austurátt, sem og að hersveitir í nágrannaríkjum Rússlands verði dregnar til baka.

Stefnt er að því að bandalagsríkin hefji viðræður við Rússa eftir helgi um lausn á deilunni, en Vesturveldin hafa þegar hafnað kröfu um að Úkraínu verði meinað um aldur og ævi að sækjast eftir aðild að bandalaginu, og segja að því muni fylgja alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa, ráðist þeir inn í landið.