— Morgunblaðið/Eggert
Mannlaus sumarbústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola í gær. Tók slökkviliðið þá ákvörðun að láta bústaðinn brenna niður, þar sem hann var alelda þegar að var komið, en vernda gróður í kring þar sem um vatnsverndarsvæði er að ræða.
Mannlaus sumarbústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola í gær. Tók slökkviliðið þá ákvörðun að láta bústaðinn brenna niður, þar sem hann var alelda þegar að var komið, en vernda gróður í kring þar sem um vatnsverndarsvæði er að ræða. Talið er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða en þetta er annar sumarbústaðurinn á þessu svæði sem brennur á stuttum tíma.