Gunnar Egill Sigurðsson segir stígandi í netsölu hjá Samkaupum.
Gunnar Egill Sigurðsson segir stígandi í netsölu hjá Samkaupum. — Morgunblaðið/Eggert
Netsala Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs hjá Samkaupum, segir netsöluna hjá fyrirtækinu hafa verið í góðum gangi þegar samkomutakmarkanir voru hertar 20.

Netsala Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs hjá Samkaupum, segir netsöluna hjá fyrirtækinu hafa verið í góðum gangi þegar samkomutakmarkanir voru hertar 20. desember en þá hafi salan stóraukist um hádegið og mikið álag skapast fram á aðfangadag.

„Við vorum að keyra vörur heim til þrjú á aðfangadag og byrjuðum svo aftur á öðrum degi jóla og þetta hefur verið mjög þétt síðan. Við byrjuðum að fjölga starfsfólki milli hátíðanna og erum nú að bæta við okkur fólki. Fyrir utan góðan gang á höfuðborgarsvæðinu, sem er ráðandi í netversluninni, sjáum við mikla aukningu á Akureyri, í Reykjanesbæ, á Selfossi og í Borgarnesi,“ segir Gunnar Egill.

Með 50 manns í netsölunni

Samkaup reikni með að sömu annir verði í netversluninni næstu sex vikur en ríflega 50 starfsmenn sinni henni nú eingöngu hjá félaginu. Þessa dagana séu hundruð netpantana afgreiddar á degi hverjum.

Spurður um hlutfall netsölu af heildarveltu hjá Samkaupum segir Gunnar Egill hana vera trúnaðarmál meðan ekki sé verið að mæla markaðshlutdeild í netverslun um land allt. Samkaup geri ráð fyrir að hlutfallið verði orðið 10% árið 2030 en náist með sama áframhaldi 2025.

Gunnar Egill segir aukna netsölu hafa breytt viðskiptaumhverfinu. Ein afleiðingin sé að þjónusta við millistóra kaupendur sé að færast frá smærri birgjum, á borð við Stórkaup og Rekstrarland, yfir til netverslana sem bjóða mikið úrval og afgreiðslu á smærri einingum. Þá sjái yngra fólk sem vanist hafi netverslun nú gjarnan um innkaup fyrirtækja. baldura@mbl.is