Súdan Fjöldi manns fór út á götur höfuðborgarinnar Kartúm til að mótmæla.
Súdan Fjöldi manns fór út á götur höfuðborgarinnar Kartúm til að mótmæla. — AFP
Hermenn í stjórnarher Súdans skutu í gær táragasi að mótmælendum í höfuðborginni Kartúm, sem safnast höfðu saman til að mótmæla valdaráni hersins í október síðastliðnum.

Hermenn í stjórnarher Súdans skutu í gær táragasi að mótmælendum í höfuðborginni Kartúm, sem safnast höfðu saman til að mótmæla valdaráni hersins í október síðastliðnum.

Ástandið í landinu varð enn flóknara um helgina þegar Abdalla Hamdok forsætisráðherra sagði af sér á sunnudaginn, en hann sagði að landið stæði á hættulegum krossgötum sem gætu táknað endalok þess sem sjálfstæðs ríkis.

Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland og Noregur lýstu því yfir í gær að þau myndu ekki styðja forsætisráðherra eða ríkisstjórn sem ekki nyti stuðnings meðal borgaralegra afla, en óttast er að herinn hyggist skipa eftirmann Hamdoks úr eigin röðum.