Akranes Ísak Snær Þorvaldsson var í stóru hlutverki hjá ÍA.
Akranes Ísak Snær Þorvaldsson var í stóru hlutverki hjá ÍA. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson gekk í gær frá þriggja ára samningi við Breiðablik eftir að hafa fengið sig lausan undan samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Norwich City.

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson gekk í gær frá þriggja ára samningi við Breiðablik eftir að hafa fengið sig lausan undan samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Norwich City.

Ísak, sem er tvítugur miðjumaður, uppalinn í Aftureldingu, hefur verið í láni hjá ÍA síðan í ágúst 2020 og skoraði þrjú mörk í 27 úrvalsdeildarleikjum fyrir Skagamenn. Hann hefur einnig spilað nokkra leiki sem lánsmaður með Fleetwood í ensku C-deildinni og St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni.