Hádegistónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag kl. 12.15 og er aðgangur að þeim ókeypis. „Frelsi og fjötrar: Semballeikur og sögustund“ er yfirskrift þeirra og mun Halldór Bjarki Arnarson leika sembaltónlist barokktímans.
Hádegistónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag kl. 12.15 og er aðgangur að þeim ókeypis. „Frelsi og fjötrar: Semballeikur og sögustund“ er yfirskrift þeirra og mun Halldór Bjarki Arnarson leika sembaltónlist barokktímans. „Efnisskráin kannar þær andstæður sem einkenna sembaltónlist barokktímans: Annars vegar það sem er rækilega bundið niður í form og það taumlausa og óstýriláta hins vegar. Leiðin liggur vítt og breitt um Evrópu á 17. og 18. öld, frá ströngum fúgum og þráhyggjukenndum þrástefjum til leikrænnar óperutónlistar og frjálsrar fantasíu. Þá má einnig heyra lýsingu á óvenjulegum atburði í lífi eins tónskáldsins, nótt eina við Rín,“ segir á vef Salarins. Frítt er inn en þó þarf að bóka miða á tix.is. Vegna hertra sóttvarnareglna þarf að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.