Skimað eftir veirunni í Sydney.
Skimað eftir veirunni í Sydney. — AFP
Tilkynnt var um nær 50 þúsund smit af völdum kórónuveirunnar í Ástralíu í gær. Daginn áður voru þau um 38 þúsund. Smitum hefur fjölgað mjög undanfarna daga vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis veirunnar.

Tilkynnt var um nær 50 þúsund smit af völdum kórónuveirunnar í Ástralíu í gær. Daginn áður voru þau um 38 þúsund. Smitum hefur fjölgað mjög undanfarna daga vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis veirunnar. Áströlum tókst lengi vel að halda veirunni í skefjum með því að loka landamærunum og með því að stunda kröftugar skimanir og rakningar. Vonir um að loka veiruna úti með öllu brugðust þó þegar Delta-afbrigðið kom til sögunnar á síðasta ári.

Nú hafa rúmlega 90% landsmanna verið bólusett og vel á þriðju milljón íbúa fengið örvunarskammt. Eins og annars staðar reynist Ómíkron geta af sér vægari einkenni en engu að síður hefur innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fjölgað verulega undanfarna daga.

Eru nú nær 2.400 á sjúkrahúsi sem er tvöföldun frá stöðunni í síðustu viku. Veldur þetta stjórnvöldum miklum áhyggjum.