Óvissa Sveinn Jóhannsson meiddist á landsliðsæfingu í gær.
Óvissa Sveinn Jóhannsson meiddist á landsliðsæfingu í gær.
Óvissa ríkir um þátttöku Sveins Jóhannssonar með íslenska karlalandsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku eftir að hann meiddist á æfingu liðsins í gær.

Óvissa ríkir um þátttöku Sveins Jóhannssonar með íslenska karlalandsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku eftir að hann meiddist á æfingu liðsins í gær.

Sveinn, sem er 22 ára gamall línumaður og leikur með SönderjyskE í Danmörku en fer til Erlangen í Þýskalandi í sumar, á að fara í myndatöku í dag og þá skýrist nánar með framhaldið. Hann er einnig öflugur varnarmaður.

Línumenn og varnarmenn sem voru í upphaflega 35 manna hópnum og kæmu til greina með að leysa Svein af hólmi eru Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, og Einar Þorsteinn Ólafsson, sem leikið hefur í vörn Íslands-og bikarmeistara Vals.

Íslenska liðið æfir hér á landi til 11. janúar þegar það fer til Búdapest, og á að spila vináttuleiki við Litháen hérlendis 7. og 9. janúar. Fyrsti leikurinn á EM er gegn Portúgal á föstudaginn í næstu viku, 14. janúar, en síðan er leikið við Ungverja 16. og Hollendinga 18. janúar í riðlakeppninni.