Sæmundur Gunnólfsson fæddist á Brimnesi á Þórshöfn 26. apríl 1936 Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. desember 2021.

Foreldrar hans voru Gunnólfur Einarsson útgerðarmaður, f. 13.4 1899, d. 10.2. 1981, og Guðlaug Lárusdóttir húsmóðir, f. 13.5. 1906, d. 3.5. 1967. Systkini hans voru Helga, Páll, Lárus og Kristján sem öll eru látin. Eftirlifandi systir hans er Guðlaug (Adda) Gunnólfsdóttir, f. 21.9. 1941, eiginmaður hennar er Gísli Geir Guðlaugsson, f. 3.7. 1940.

Sæmundur kvæntist Auði Stefánsdóttur 26. desember 1971.

Foreldrar hennar voru Stefán Hallsson kennari, f. 20.3. 2011, d. 22.1. 1995, og Arnheiður Jónsdóttir húsmóðir, f. 18.9. 1919, d. 26.8. 1981. Sonur Sæmundar og Auðar er Halldór Berg Sæmundsson rafvirki, f. 22.4. 1981.

Sæmundur ól upp tvo syni Auðar, Arnar Gylfason verkstjóra, f. 30.1. 1960, kvæntan Ceciliu Foelsche, f. 23.6. 1971, og eiga þau saman einn son, Stefán Foelche, f. 29.4. 2003. Fyrir átti Arnar annan son, Gísla, f. 14.6. 1979, kvæntan Svanbjörtu Bjarkadóttur, f. 24.5. 1980, og eiga þau þrjár dætur. Einnig átti hann Auði, f. 20.11. 1990, sambýlismaður hennar er Friðrik Smári Mánason, f. 5.5. 1994, og eiga þau tvö börn.

Hallur Eiríksson verslunarstjóri, f. 15.2. 1963, kvæntur Berglindi Þorsteinsdóttur, f. 13.5. 1970. Börn þeirra eru Þorsteinn, f. 13.1. 1988, sambýliskona Sigríður Diljá Blöndal, f. 9.7. 1990, eiga þau tvo syni, og Steinunn Sara, f. 8.9. 1994. Fyrir átti Hallur eina dóttur, Guðbjörgu Rut, f. 21.8. 1986, sambýlismaður Ágúst Flóki Þorsteinsson, f. 5.6. 1987.

Sæmundur ólst upp á Þórshöfn í faðmi fjölskyldunnar. Hann fór í Framhaldsskólann á Laugum og lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum 5. október 1966. Hann fór 14 ára til sjós og var til sjós í mörg ár. Síðustu árin var hann með sinn eigin vörubíl á Vörubílastöðinni Þrótti.

Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 5. janúar 2022, klukkan 15.

Í dag kveðjum við elsku Sæma, bróður og mág.

Við þökkum ógleymanlega samveru síðustu áratugi.

Alltaf var heimilið ykkar Auðar opið og gott að koma þar. Léttleiki, hlátur, söngur og hlýhugur skilja góðar minningar eftir um þig.

Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta,

hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.

Ó íslenska byggð, þú átt ein mína

tryggð.

Ó íslenska byggð, þú átt ein mína

tryggð.

Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu

og bjó þar með ungunum, fallegu,

smáu.

Í friði og ást sem að aldreigi brást.

Og bóndinn minn prúður á bakkanum

undi.

Hann brosti við ungunum léttum á

sundi.

Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu

brátt.

En dag nokkurn glumdi við gjallandi

seiður,

Það glampaði eldur, ég flúði mitt

hreiður.

Og bóndinn minn dó, þá var brostin

mín ró.

Og annar minn vængur var brotinn

og blóðið

með brennandi sársauka litaði flóðið.

Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:

Ó flýið þið börn mín til framandi

stranda,

með fögnuði leitið þið öruggra landa.

Svo hvarf hún mér sýn ljúfust

hamingjan mín.

Við íslensku vötnin er fegurð og friður

og fagnandi ríkir þar vornæturkliður.

Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

(Jakob V. Hafstein)

Elsku Sæmi þökkum samfylgdina, sjáumst síðar.

Auður, Halldór Berg, Arnar, Hallur og fjölskyldur, hafið þökk fyrir allt og allt sem þið voruð honum.

Okkar innilegustu samúðarkveðjur á raunastund.

Guðlaug Arnþrúður (Adda) og Gísli Geir.