Kaupmannahöfn Ísak Bergmann færði sig í gamla höfuðstaðinn.
Kaupmannahöfn Ísak Bergmann færði sig í gamla höfuðstaðinn. — Morgunblaðið/Eggert
Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaðurinn ungi í knattspyrnu, segir það hafa verið erfitt að yfirgefa sænska félagið Norrköping og kannski komi hann aftur þangað síðar.

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaðurinn ungi í knattspyrnu, segir það hafa verið erfitt að yfirgefa sænska félagið Norrköping og kannski komi hann aftur þangað síðar. Staðarblaðið NT í Norrköping fjallar um Ísak og söluna til FC Köbenhavn fyrir um 430 milljónir íslenskra króna, en í dönsku höfuðborginni hefur Ísak strax fest sig vel í sessi.

„Þessu hafa fylgt margs konar tilfinningar. Það er magnað að hafa verið seldur en það var mjög erfitt að fara,“ segir Ísak í viðtalinu.