Newcastle Kieran Trippier var keyptur frá Atlético Madrid.
Newcastle Kieran Trippier var keyptur frá Atlético Madrid. — AFP
Newcastle United, sem er orðið ríkasta knattspyrnufélag heims eftir kaup sádiarabískra kaupsýslumanna á því, keypti í gær Kieran Trippier, hægri bakvörð enska landsliðsins, frá Spánarmeisturum Atlético Madrid fyrir 12 milljónir punda.
Newcastle United, sem er orðið ríkasta knattspyrnufélag heims eftir kaup sádiarabískra kaupsýslumanna á því, keypti í gær Kieran Trippier, hægri bakvörð enska landsliðsins, frá Spánarmeisturum Atlético Madrid fyrir 12 milljónir punda. Trippier lék með Burnley og Tottenham áður en hann fór til Spánar árið 2019. Trippier er 31 árs og hefur leikið 35 landsleiki fyrir England. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle kaupir eftir eigendaskiptin í vetur en liðið er næstneðst í úrvalsdeildinni.