Gladbach Þjálfarinn Adi Huetter var hinn hressasti í leikslok.
Gladbach Þjálfarinn Adi Huetter var hinn hressasti í leikslok. — AFP
Þýska meistaraliðið Bayern München tapaði á heimavelli í bundesligunni í knattspyrnu í gær. Bayern tók á móti Borussia Mönchengladbach en tapaði 1:2 jafnvel þótt markamaskínan Robert Lewandowski kæmi Bayern 1:0 yfir á 18. mínútu.

Þýska meistaraliðið Bayern München tapaði á heimavelli í bundesligunni í knattspyrnu í gær.

Bayern tók á móti Borussia Mönchengladbach en tapaði 1:2 jafnvel þótt markamaskínan Robert Lewandowski kæmi Bayern 1:0 yfir á 18. mínútu.

Florian Neuhaus og Stefan Lainer svöruðu fyrir Gladbach fyrir hlé en ekkert var skorað í síðari hálfleik.

Gladbach virðist vera með tak á Bayern í vetur því liðið burstaði Bayern 5:0 í bikarkeppninni fyrir áramót.

Staða Bayern er þrátt fyrir þetta afar góð en þetta var aðeins þriðja tapið hjá liðinu í deildinni. Bayern er í efsta sæti en Dortmund er níu stigum á eftir og á leik til góða.