Efnileg Aldís Kara Bergsdóttir er fremsta listskautakona landsins.
Efnileg Aldís Kara Bergsdóttir er fremsta listskautakona landsins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aldís Kara Bergsdóttir, Íslandsmeistari á listskautum, er á leið á Evrópumeistaramótið í greininni, fyrst íslenskra kvenna á en mótið fer fram í Tallinn í Eistlandi. Hún keppir á fimmtudaginn kemur.
Aldís Kara Bergsdóttir, Íslandsmeistari á listskautum, er á leið á Evrópumeistaramótið í greininni, fyrst íslenskra kvenna á en mótið fer fram í Tallinn í Eistlandi. Hún keppir á fimmtudaginn kemur. Aldís Kara hefur verið sigursæl undanfarin ár og hefur sett hvert metið af öðru bæði í unglingaflokki og í fullorðinsflokki. Hún keppti fyrst íslenskra skautara á HM unglinga, sem haldið var í Tallinn í mars 2020. Síðan þá hefur hún flutt sig upp um flokk og keppir nú í hæsta flokki skautaíþróttarinnar.