Kjarnorkuver í Frakklandi
Kjarnorkuver í Frakklandi
Auknar líkur eru á því að kjarnorka verði skilgreind sem umhverfisvæn orka í reglum Evrópusambandsins og verður þá hægt að sækja um styrki til byggingar kjarnorkuvera í sjóði ESB.
Auknar líkur eru á því að kjarnorka verði skilgreind sem umhverfisvæn orka í reglum Evrópusambandsins og verður þá hægt að sækja um styrki til byggingar kjarnorkuvera í sjóði ESB. Framkvæmdastjórnin hefur kynnt drög að reglum um þetta meðal aðildarríkjanna. Upphaflega stóð til að festa ákvörðun um þetta í sessi í fyrra en andstaða Þjóðverja hefur tafið málið. Frakkar eru harðir á því að fá reglunum breytt enda koma nær 75 prósent allrar raforku í landinu frá kjarnorku. Þjóðverjar hafa hins vegar fallið frá því að nota kjarnorku til rafmagnsframleiðslu. Samþykki meirihluti ESB-ríkja tillöguna tekur hún gildi á næsta ári.