Vestur-Íslendingurinn Harvey Árnason var spenntur fyrir gigginu á Röðli.
Vestur-Íslendingurinn Harvey Árnason var spenntur fyrir gigginu á Röðli.
Veitingahúsið Röðull í Reykjavík ætlaði sér stóra hluti í ársbyrjun 1962. Í fyrsta lagi var búið að rigga upp köldu hlaðborði í boði frú Helgu Marteinsdóttur og Ragnars Magnússonar, en þau veittu Röðli forstöðu.

Veitingahúsið Röðull í Reykjavík ætlaði sér stóra hluti í ársbyrjun 1962. Í fyrsta lagi var búið að rigga upp köldu hlaðborði í boði frú Helgu Marteinsdóttur og Ragnars Magnússonar, en þau veittu Röðli forstöðu.

Í öðru lagi hafði verið opnaður nýr bar á Röðli. „Eins og gestir Röðuls vita, hefur aðeins einn bar verið á Röðli, sá stóri á neðri hæðinni, þar sem sjónvarpstækið er. Nú hefur verið gerð mjög snotur og þægileg vínstúka innst (nyrzt) í stóra salnum á efri hæðinni,“ stóð í frétt Morgunblaðsins.

Síðast en ekki síst hafði ungur vestur-íslenskur söngvari verið ráðinn til Röðuls. Hann hét Harvey Árnason og var frá smábænum Ortonville í vatnaríkinu Michigan í Bandaríkjunum. Faðir hans, Árni Bjarki Árnason, rak húsgagnafyrirtæki.

Fram kom að Harvey væri 27 ára og hlakkaði mikið til að kynnast landi og þjóð betur. „Í fyrsta skipti, sem hann söng hér á samkomu, fékk hann ókeypis auglýsingu, er Jón Leifs bannaði honum að syngja, þótt á lokaðri félagssamkomu væri, þar sem hann skorti atvinnuleyfi hér. Það hefur hann nú að sjálfsögðu fengið.“