Hóladómkirkja Ólafur var fyrsti lúterski biskupinn á Hólum.
Hóladómkirkja Ólafur var fyrsti lúterski biskupinn á Hólum. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Óvíst er hvenær Ólafur Hjaltason var fæddur. Faðir hans var Hjalti Arnkelsson, smiður og hringjari á Hólum, en móðir er ókunn. Ólafur ólst upp á Hólum, stundaði síðan nám í Björgvin í Noregi, og varð prestur um 1517.

Óvíst er hvenær Ólafur Hjaltason var fæddur. Faðir hans var Hjalti Arnkelsson, smiður og hringjari á Hólum, en móðir er ókunn.

Ólafur ólst upp á Hólum, stundaði síðan nám í Björgvin í Noregi, og varð prestur um 1517. Hann fékk skömmu síðar Vesturhópshóla og var prófastur í Húnaþingi 1527-1532. Hann varð síðan dómkirkjuprestur á Hólum og var mikils metinn af Jóni Arasyni biskupi. Hann fékk Laufás 1539 og fór vorið 1542 á konungsfund, sem fulltrúi Jóns Arasonar. Eftir utanförina hneigðist Ólafur til kenninga Lúthers og varð það til þess að Jón biskup bannfærði hann 1549 og svipti hann embætti. Hann fór til Kaupmannahafnar 1550 og fékk uppreist æru hjá konungi og Laufás á ný.

Ólafur var síðan útnefndur biskup í Hólabiskupsdæmi 16.10. 1551 og var biskup til æviloka. Hann lagði áherslu á skólahald, m.a. til að styrkja prestastéttina í hinum nýja sið.

Kona Ólafs Hjaltasonar var Sigríður Sigurðardóttir, en hún var mikið yngri en hann. Þau áttu engin börn saman, en Sigríður eignaðist barn fram hjá honum. Þau skildu. Ólafur eignaðist tvö börn meðan hann var kaþólskur prestur.

Ólafur lést 9. janúar 1569.