30 ára sögusýning Gilfélagsins og sölusýning á völdum verkum í eigu félagsins verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.

30 ára sögusýning Gilfélagsins og sölusýning á völdum verkum í eigu félagsins verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.

Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins hafa verið haldnir nokkrir viðburðir í Deiglunni sem er salur félagsins í Listagilinu og er fyrrnefnd sýning lokaviðburður afmælishaldsins. Á sýningunni er fjallað um tilurð félagsins og sögu en Gilfélagið markaði upphaf menningarstarfs í Grófargili á Akureyri sem þá hafði gengið undir nafninu Kaupfélagsgil um nokkurra áratuga skeið vegna umsvifa Kaupfélags Eyfirðinga í gilinu. Á sýningunni má sjá fjölda ljósmynda, prentað efni og veggspjöld og einnig verður opnuð sölusýning á verkum í eigu Gilfélagsins.