Nostalgían var allsráðandi þegar söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir mætti í Ísland vaknar en hún heldur 90's-ballöðutónleika 12. febrúar í Silfurbergi í Hörpu.

Nostalgían var allsráðandi þegar söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir mætti í Ísland vaknar en hún heldur 90's-ballöðutónleika 12. febrúar í Silfurbergi í Hörpu.

Hún rifjaði það upp þegar hún byrjaði að syngja á sviði þegar hún var í menntaskóla, sem var einmitt á 90's-tímabilinu. Var hún gjarnan kynnt sem „hin íslenska Celine Dion“ og tók þátt í sýningum, m.a. á Hótel Íslandi.

„Ég var eina stelpan í Flensborg sem átti alltaf rosa mikinn pening. Ég var alltaf að syngja einhvers staðar,“ sagði Guðrún hlæjandi.

Viðtalið er í heild sinni á K100.is.