Mark Elías Rafn Ólafsson er markvörður Midtjylland og landsliðsins.
Mark Elías Rafn Ólafsson er markvörður Midtjylland og landsliðsins. — Morgunblaðið/Eggert
Danska knattspyrnufélagið Midtjylland mun ekki láta íslenska landsliðsmarkvörðinn Elías Rafn Ólafsson frá sér fyrir minna en 740 milljónir íslenskra króna. Þetta segir danski netmiðillinn Nordicbet.
Danska knattspyrnufélagið Midtjylland mun ekki láta íslenska landsliðsmarkvörðinn Elías Rafn Ólafsson frá sér fyrir minna en 740 milljónir íslenskra króna. Þetta segir danski netmiðillinn Nordicbet.dk í kjölfar þess að félagið framlengdi um áramótin samning Elíasar til ársins 2025. Hann er orðinn aðalmarkvörður félagsins og hefur leikið alls 13 leiki í marki liðsins á yfirstandandi tímabili. Þá varði Elías mark Íslands í fjórum síðustu leikjunum í undankeppni HM á árinu 2021.