Daria Panchenko í hlutverki Petru.
Daria Panchenko í hlutverki Petru.
Gremja Veist hefur verið að sjónvarpsþáttunum Emily in Paris úr óvæntri átt en menningarmálaráðherra Úkraínu, Oleksandr Tkachenko, hefur kvartað við Netflix vegna þess hvaða litum úkraínsk persóna er máluð í þáttunum.
Gremja Veist hefur verið að sjónvarpsþáttunum Emily in Paris úr óvæntri átt en menningarmálaráðherra Úkraínu, Oleksandr Tkachenko, hefur kvartað við Netflix vegna þess hvaða litum úkraínsk persóna er máluð í þáttunum. „Við erum að tala um skopmynd af úkraínskri konu sem verður ekki liðin. Þetta er móðgandi. Horfir umheimurinn virkilega svona á íbúa Úkraínu?“ spyr hann. Daria Panchenko fer með hlutverk téðs karakters, Petru, sem er logandi hrædd við að vera vísað úr landi og stelur úr tískuvöruverslunum á búðarápi sínu með titilpersónunni. Þá þykir hún hafa afleitan smekk á tísku. Sem er auðvitað verst af öllu.