— AFP
Frakkar tóku nú um áramótin við forystuhlutverki í Evrópusambandinu til næstu sex mánaða. Var af því tilefni efnt í gær til vinnufundar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta með framkvæmdastjórn sambandsins sem Úrsúla von der Leyen leiðir.
Frakkar tóku nú um áramótin við forystuhlutverki í Evrópusambandinu til næstu sex mánaða. Var af því tilefni efnt í gær til vinnufundar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta með framkvæmdastjórn sambandsins sem Úrsúla von der Leyen leiðir. Var fundurinn haldinn í Élysée-forsetahöllinni í París. Fréttaskýrendur telja að Frakkar hafi áhuga á að nýta sér ákveðið pólitískt tómarúm sem skapast hefur í evrópskum stjórnmálum með brotthvarfi Angelu Markel úr stól kanslara Þýskaland og styrkja sig í sessi innan sambandsins. Hafa þeir m.a. leitað hófanna hjá Ítölum um pólitískt bandalag þjóðanna. Frakkar og Þjóðverjar hafa frá upphafi verið burðarás Evrópusambandsins.