[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tilraunir með bókmenntaform er eins stór hluti ritlistarinnar og tungumál og söguþróun. Lincoln in the Bardo eftir George Saunders er gott dæmi um það þegar form og saga styður við hvort annað og gerir söguna sterkari.

Tilraunir með bókmenntaform er eins stór hluti ritlistarinnar og tungumál og söguþróun. Lincoln in the Bardo eftir George Saunders er gott dæmi um það þegar form og saga styður við hvort annað og gerir söguna sterkari. Þetta er fyrsta skáldsaga rithöfundar sem hann var hræddur við að skrifa í 20 ár. Hann fékk innblástur af sögunni þegar Abraham Lincoln heimsótti grafhvelfingu sonar síns til að halda á honum. Það er engin aðalpersóna heldur segja raddir andanna sögu um missi, sorg og afneitun. Fyrsta tilraunakennda bók George fékk Man Booker Prize og The New York Times gerði 10 mínutna 360-degree interactive virtual reality-myndband sem er aðgengilegt á YouTube.

Olía svikaskáldanna er annað dæmi um vel heppnaða tilraun.

Mér finnst svikaskáld frekar áhugavert fyrirbæri og ég dýrka það hvernig sex rithöfundar geta skapað heilsteypta bók, sérstaklega skáldsögu, hvernig uppbygging á söguþræði er vel gerð og meikar sens. Ég hvet sérstaklega karlmenn til að lesa hana, við þurfum að æfa okkur í að hlusta á hvert annað og heyra. Það eru svo margar ferskar pælingar sem ég hef aldrei hugsað um. Einnig fannst mér mjög skemmtilegt að reyna að giska á hvaða rithöfundur skrifaði hvaða kafla, þetta gerði lestrarupplifunina eftirminnilega.

Fyrsta skáldsaga Toms McCarthys, Remainder , var gefin út af frönsku örforlagi fjórum árum eftir að hann skrifaði hana, því það var enginn áhugi á henni heima í Bretlandi. Bókin var eingöngu í söfnum og galleríum en ekki í bókabúðum. Það kom þó ekki í veg fyrir að bókin fengi þá athygli sem hún átti skilið. Hún var svo gefin út í Bretlandi og Bandaríkjunum var þýdd yfir á 14 tungumál og varð að kvikmynd 10 árum eftir hún var fyrst gefin út. Þetta er saga mannsins sem missir minnið eftir alvarlegt slys og fékk hann mikið af peningum í bætur. Þetta er saga um þráhyggjufullar tilraunir til að ná aftur stjórn á lífinu og endurbyggja það sem maður man ekki eftir og er bara einhvers konar déjà vu.