Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og bárust nokkur hundruð lausnir. Rétt lausn er: „Kjörbréfanefnd og faraldursfréttir tröllriðu almennri umræðu í heitum pottum sundlauganna í lok árs.

Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og bárust nokkur hundruð lausnir.

Rétt lausn er: „Kjörbréfanefnd og faraldursfréttir tröllriðu almennri umræðu í heitum pottum sundlauganna í lok árs.“ Áréttað er að ekki er gerður munur á grönnum og breiðum sérhljóðum í gátunni.

Dregið hefur verið úr réttum lausnum.

Fyrstu verðlaun, bókina Sturlunga saga I-III, í umsjón Guðrúnar Ásu Grímsdóttur, ritstjóri Þórður Ingi Guðjónsson, hlýtur Dagbjört Sigvaldadóttir, Gautlandi 3, 108 Reykjavík.

Önnur verðlaun, bókina Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg, hlýtur Sólveig Jónsdóttir, Vogalandi 9, 108 Reykjavík.

Þriðju verðlaun, bókina Kristín Þorkelsdóttir, eftir Birnu Geirfinnsdóttur og Bryndísi Björgvinsdóttur, hlýtur Björg Einarsdóttir, Brekkuhvarfi 16, 203 Kópavogi.

Vinningshafar geta vitjað bókanna í móttöku Morgunblaðsins í Hádegismóum 2 í Reykjavík eða hringt í 569-1100 og fengið þær sendar heim.

Morgunblaðið þakkar góða þátttöku og óskar vinningshöfunum til hamingju.