Varnarmaður Daníel Þór Ingason slóst í hópinn á fimmtudaginn.
Varnarmaður Daníel Þór Ingason slóst í hópinn á fimmtudaginn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Undirbúningur karlalandsliðsins í handknattleik fyrir lokakeppni EM sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu á fimmtudaginn er á áætlun. Engin meiðsli virðast vera að angra landsliðsmennina að svo stöddu. Liðið æfði í gær og allir tóku þátt í æfingunni.

Undirbúningur karlalandsliðsins í handknattleik fyrir lokakeppni EM sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu á fimmtudaginn er á áætlun.

Engin meiðsli virðast vera að angra landsliðsmennina að svo stöddu. Liðið æfði í gær og allir tóku þátt í æfingunni.

Engin smit hafa heldur komið upp eftir að liðið kom saman en þrír leikmenn smituðust fyrir áramót en einnig fólk í starfsliðinu.

Daníel Þór Ingason kom til liðs við landsliðið á fimmtudaginn og hefur því verið með hópnum í tvo daga. Daníel var sem kunnugt er í 35 manna hópnum og var kallaður inn í tuttugu manna hópinn sem fer á EM eftir að Sveinn Jóhannsson meiddist á æfingu.